Handbolti

Frábær markvarsla úr hornum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Rafn var magnaður í gær.
Aron Rafn var magnaður í gær. vísir/getty
Einn vinsælasti frasinn um íslenska handboltamarkverði er sú að þeir geti ekki varið úr horni til þess að bjarga lífi sínu. Það var ekki raunin í leik íslenska landsliðsins gegn Egyptum í gær.

Þá var markvarslan úr hornum frábær að því er fram kemur í tölfræðiúttekt HBStatz.

Nánar tiltekið var markvarslan hjá íslensku markvörðunum 67 prósent úr hornum sem er auðvitað frábær tölfræði. Aron Rafn Eðvarðsson stóð lengstum í markinu eftir að hafa byrjað á bekknum og átti stórleik.

Markvarslan af línu var einnig mjög góð eða 50 prósent. Strákarnir vörðu þó ekki skot utan af velli eða aðeins eitt skot af tíu. 10 prósent varsla þar.

Hér að neðan má sjá úttekt HBStatz úr leiknum í gær. Ísland spilar við Ungverjaland klukkan 17.00 í dag og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Ungu strákana langar á HM

Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×