Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:15 Það eru ekki allir sáttir við úthlutun afrekssjóðs í dag. Starfsfólk fimleikasambandsins rauk út af fundinum í dag um leið og formlegri dagskrá lauk. Framkvæmdastjórinn segist fyllast vonleysi við að sjá þeirra skerf af kökunni. Fimleikasamband Íslands með sína 13.000 iðkenndur og landslið sem náðu mjög góðum árangri jafnt í áhalda- og hópfimleikum á síðasta ári fékk rétt tæpar átta milljónir króna úr Afrekssjóðnum. Framundan á árinu eru nokkur stórmót en fimleikarnir fengu minna en knattspyrnusambandið og golfsambandið svo dæmi séu tekin. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og tveir kollegar hennar hjá sambandinu voru ekki í miklu stuði þegar blaðamannafundinum í laugardalnum lauk í dag og voru fljótar að láta sig hverfa. Sólveigu var mikið niðri fyrir þegar íþróttadeild 365 hitti hana á skrifstofu FSÍ skömmu eftir fundinn. „Það er rétt, ég var ekki nógu sátt. Ég held samt sem áður að það sé hlutverk okkar allra að vera ekki alveg nógu sátt því við viljum berjast fyrir einhverju meiru,“ sagði Sólveig í viðtali við íþróttadeild eftir fundinn í Laugardalnum í dag. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu.“Tímamóta árangur Sólveig tekur fram að hún sé ekki að kasta rýrð á aðrar íþróttir en bendir á að í fimleikum eru ekki beint svokölluð stórmót sem er stór breyta sem skiptir miklu máli þegar kemur að úthlutunum eins og sést á upphæð handboltans og körfuboltans. „Alþjóðasambandið okkar stillir þessu ekki þannig upp heldur er lokamótið inn í mótinu sjálfu. Við fórum á síðasta ári með fjögur landslið á Evrópumót í hópfimleikum og þau komust öll á lokamót. Þau náðu öll á verðlaunapall en það virðist ekki komast til skila,“ sagði Sólveig. öLandsliðið okkar í áhaldafimleikum komst líka á Evrópumót, kemst á lokamótið og endar þar í fjórtánda sæti. Þetta er tímamóta árangur sem við erum að ná. Miðað við árangurinn sem við erum að ná á öðrum lokamótum þá skilur maður þetta ekki alveg.“Skýrari reglur Sólveig á erfitt með að sætta sig við að fá minna en knattspyrnusambandið sem starfar í allt öðruvísi og arðvænna umhverfi en aðrar íþróttir. „Við erum að fá minna en samband sem greinir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þetta er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir hún. „Ég kalla eftir skýrum reglum þegar kemur að þessu sem eru mjög gegnsæar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir. Alla frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Það eru ekki allir sáttir við úthlutun afrekssjóðs í dag. Starfsfólk fimleikasambandsins rauk út af fundinum í dag um leið og formlegri dagskrá lauk. Framkvæmdastjórinn segist fyllast vonleysi við að sjá þeirra skerf af kökunni. Fimleikasamband Íslands með sína 13.000 iðkenndur og landslið sem náðu mjög góðum árangri jafnt í áhalda- og hópfimleikum á síðasta ári fékk rétt tæpar átta milljónir króna úr Afrekssjóðnum. Framundan á árinu eru nokkur stórmót en fimleikarnir fengu minna en knattspyrnusambandið og golfsambandið svo dæmi séu tekin. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og tveir kollegar hennar hjá sambandinu voru ekki í miklu stuði þegar blaðamannafundinum í laugardalnum lauk í dag og voru fljótar að láta sig hverfa. Sólveigu var mikið niðri fyrir þegar íþróttadeild 365 hitti hana á skrifstofu FSÍ skömmu eftir fundinn. „Það er rétt, ég var ekki nógu sátt. Ég held samt sem áður að það sé hlutverk okkar allra að vera ekki alveg nógu sátt því við viljum berjast fyrir einhverju meiru,“ sagði Sólveig í viðtali við íþróttadeild eftir fundinn í Laugardalnum í dag. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu.“Tímamóta árangur Sólveig tekur fram að hún sé ekki að kasta rýrð á aðrar íþróttir en bendir á að í fimleikum eru ekki beint svokölluð stórmót sem er stór breyta sem skiptir miklu máli þegar kemur að úthlutunum eins og sést á upphæð handboltans og körfuboltans. „Alþjóðasambandið okkar stillir þessu ekki þannig upp heldur er lokamótið inn í mótinu sjálfu. Við fórum á síðasta ári með fjögur landslið á Evrópumót í hópfimleikum og þau komust öll á lokamót. Þau náðu öll á verðlaunapall en það virðist ekki komast til skila,“ sagði Sólveig. öLandsliðið okkar í áhaldafimleikum komst líka á Evrópumót, kemst á lokamótið og endar þar í fjórtánda sæti. Þetta er tímamóta árangur sem við erum að ná. Miðað við árangurinn sem við erum að ná á öðrum lokamótum þá skilur maður þetta ekki alveg.“Skýrari reglur Sólveig á erfitt með að sætta sig við að fá minna en knattspyrnusambandið sem starfar í allt öðruvísi og arðvænna umhverfi en aðrar íþróttir. „Við erum að fá minna en samband sem greinir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þetta er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir hún. „Ég kalla eftir skýrum reglum þegar kemur að þessu sem eru mjög gegnsæar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir. Alla frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50