Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk. vísir/ernir Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira