Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 13:45 Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27
Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14