Engin lækning hefur fundist Haukur Örn Birgisson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun