Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:34 Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun. Vísir/Skjáskot Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“ Húðflúr Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“
Húðflúr Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira