Handbolti

Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur á EM í fyrra.
Guðjón Valur á EM í fyrra. vísir/valli
Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti.

Það er Egyptinn Ahmed El-Ahmar sem er sá reynslumesti en hann hefur spilað 377 landsleiki. Franski markvörðurinn Thierry Omeyer kemur þar á eftir með 345 leiki en Guðjón Valur er sá þriðji með 325 leiki.

Ísland á þrjá leikmenn á meðal ellefu reynslumestu leikmannanna því Ásgeir Örn Hallgrímsson er í níunda sæti og Vignir Svavarsson því ellefta.

Guðjón Valur er aftur á móti sá langmarkahæsti og í raun aðeins tveir leikmenn á mótinu sem hafa skorað yfir 1.000 landsliðsmörk.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn er þar með 1.717 mörk og Frakkinn Nikola Karabatic hefur skorað 1.086 mörk. Ótrúleg tölfræði.

Leikjahæstu leikmenn HM:

1. Ahmed El-Ahmar, Egyptaland (377 leikir)

2. Thierry Omeyer, Frakkland (345)

3. Guðjón Valur Sigurðsson, Ísland (325)

4. Issam Tej, Túnis (316)

5. Daniel Narcisse, Frakkland (298)

6. Nikola Karabatic, Frakkland (271)

7. Gergo Ivancsik, Ungverjaland (263)

8. Michael Guigou, Frakkland (234)

9. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Ísland (234)

10. Eslam Issa, Egyptaland (233)

11. Vignir Svavarsson, Ísland (232)

12. Hans Lindberg, Danmörk (229)

13. Nandor Fazekas, Ungverjaland (222)

14. Gabor Csaszar, Ungverjaland (218)

15. Raul Entrerrios, Spánn (216)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×