Festa öfgar hér rætur? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. janúar 2017 10:30 Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun