Handbolti

Spánn vann riðil Íslands með stórsigri á Slóvenum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Slóvenar áttu ekki séns í kvöld.
Slóvenar áttu ekki séns í kvöld. vísir/epa
Spánn vann tíu marka sigur á Makedóníu, 36-26, í úrslitaleik liðanna um efsta sæti B-riðils HM 2017 í handbolta en það er riðilinn sem Ísland var í.

Spánverjar tóku völdin í fyrri hálfleik og voru yfir eftir hann, 18-10. Þeir gáfu ekkert eftir í seinni hálfleiknum og innbyrtu á endanum tíu marka sigur sem fyrr segir.

David Balaguer var markahæstur Spánverja með sjö mörk úr átta skotum en Valero Rivera skoraði sex mörk úr sjö skotum. Gasper Marguc skoraði sex mörk úr sex skotum fyrir Slóvena.

Spánn vann alla fimm leiki sína í riðlinum og mætir Brasilíu í 16 liða úrslitunum en Slóvenar, sem enduðu í öðru sæti, mæta Rússum í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Norðmenn völtuðu svo yfir Japan, 38-23, í lokaleik A-riðils en munurinn var aðeins fimm mörk í hálfleik, 19-14. Norðmenn gengu frá leiknum í seinni hálfleik en þeir unnu hann með tíu marka mun, 19-9.

Línumaðurinn sterki, Bjarte Myrhol, var markahæstur Norðmanna með sjö mörk en Andre Lindboe og Kristian Björnsen skoruðu báðir fimm mörk.

Noregur hafnar í öðru sæti A-riðils og mætir Makedóníu í 16 liða úrslitum. Japan vann ekki leik og fer í Forsetabikarinn.

Leikirnir í 16 liða úrslitum HM á laugardaginn:

Spánn - Brasilía

Makedónía - Noregur

Frakkland - Ísland

Rússland - Slóvenía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×