Handbolti

Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Kárason er að spila vel.
Rúnar Kárason er að spila vel. vísir/epa
Ísland er tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, á móti Makedóníu í úrslitaleik liðanna um þriðja sætið í B-riðli HM 2017 í handbolta.

Rúnar Kárason hefur farið á kostum en hann er búinn að skora fimm mörk úr sex skotum. Fólkið í landinu sem er að tjá sig um leikinn á Twitter er ánægt með skyttuna hárprúðu.

Makedóníumenn spila oft með sjö í sóknarleiknum og fá á sig mikið af mörkum yfir allan völlinn en það eru ekki allir sem hreinlega skilja hvað þeim gengur til.

Hér að neðan má sjá brot af umræðu landans um fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum

Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×