Handbolti

Stoilov: Megi betra liðið vinna

Arnar Björnsson skrifar
„Spánverjar voru sigurstranglegri fyrir leikinn og því get ég ekki sagt að ég sé vonsvikinn en kannski vegna þess að við vorum með góða forystu í fyrri hálfleik. Við vorum manni fleiri en nýttum það ekki,“ sagði línumaðurinn Stojanche Stoilov eftir tap Makedóna gegn Spánverjum í gærkvöldi.  

Þessi öflugi línumaður skoraði þrjú mörk í gærkvöldi. Enginn í liðinu hefur spilað jafnmargar mínútur og þessi 110 kílóa þungi kappi sem er næstmarkahæstur í liði Makedóna með 15 mörk auk þess sem hann hefur fiskað nokkur vítaköst.

„Þegar við vorum farnir að þreytast höfðu þeir fleiri og reyndari leikmenn til að koma inn á auk þess sem Vargas var frábær í markinu hjá þeim. Alltaf þegar við spilum eru mótherjanir með frábæran markvörð, það eru álög..

Nú spilar þú gegn mínu liði á morgun hvað ætlar þú að gera?

„Ég veit það ekki. Þetta er mikilvægur leikur og ég vona að hann verði frábær. Megi betra liðið vinna.“

Við þurfum að vinna, þið eruð öruggir áfram.

„Já, en við viljum ekki skilja sem óvinir það gengur ekki,“  sagði hinn geðþekki línumaður og varnarjaxl Makedóníumanna, Stojanche Stoilov.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Frábært að þetta er í okkar höndum

Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Make­dóníu­mönnum.

Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag

Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag:

Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur

Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×