Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 18:18 Dagur Sigurðsson fer yfir málin á hliðarlínunni í dag. vísir/getty Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira