Eftir fjórar orrustur á HM eru þrír leikmenn íslenska liðsins að glíma við meiðsli.
Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið að glíma við meiðsli í undirbúningnum og á mótinu. Janus Daði Smárason meiddist á hné gegn Túnis og Guðmundur Hólmar Helgason snéri sig á ökkla fyrir leikinn gegn Angóla í gær.
Bæði Janus Daði og Guðmundur Hólmar voru hvíldir í leiknum gegn Angóla í gær.
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tjáði íþróttadeild nú í hádeginu að þeir Ásgeir Örn og Janus Daði myndu ekki æfa með liðinu í dag. Staðan á Guðmundi verður tekin á æfingunni.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

