Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur.
Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.
Í síðasta þætti var Heiða Mjöll, 24 ára hárgreiðslunemi, til umfjöllunar en hún var með húðflúr á mjóbakinu. Slík húðflúr voru gríðarlega vinsæl á sínum tíma og kallast þau í daglegu tali „tramp stamp“.
Heiða lét flúra yfir stimpilinn með glæsilegri mynd af gullfiski. Hér að neðan má sjá myndbrot úr þættinum og bæði fyrir og eftir myndir.
Fyrir
