Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 06:30 Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira