Handbolti

Besta dómarapar heims dæmir leikinn gegn Angóla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geipel og Helbig eru hressir.
Geipel og Helbig eru hressir. vísir/getty
Það verður líklega ekki hægt að kvarta mikið yfir í dómgæslunni í leik Íslands og Angóla á eftir.

Það er nefnilega þýska dómaraparið Lars Geipel og Marcus Helbig sem heldur utan um dómaraflauturnar. Það er besta dómarapar heims.

Þeir hafa dæmt saman síðan árið 1993 og njóta mikillar virðingar.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×