Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:45 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni