Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:00 Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kastar sér inn í teiginn, slær boltann í markið og kemur Íslandi 22-21 yfir undir lokin gegn Túnis. Mark Arnars dugði þó ekki til sigurs því Túnisar jöfnuðu metin mínútu fyrir leikslok og tryggðu sér annað stigið. vísir/afp Þetta var alvöru helgi hjá strákunum okkar. Tveir háspennuleikir sem gætu hafa aukið sölu á sprengitöflum heima. Á laugardaginn spiluðu strákarnir við sterkt lið Slóvena og máttu sætta sig við eins marks tap, 26-25. Í gær spiluðu strákarnir svo við Túnis og gerðu jafntefli, 22-22, í háspennuleik. Það var leikur sem strákarnir áttu að vinna en það hefði svo sannarlega verið góður bónus að fá stig líka gegn Slóveníu. Helvítis herslumuninn, eins og strákarnir sögðu, vantaði aftur á móti. Uppskeran er bara eitt stig og strákarnir þurfa líklega að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að komast í sextán liða úrslit.Fá að gera sín mistök Það var í raun ómögulegt að vita hvað liðið myndi gera í þessum leikjum og á þessu móti. Frammistaðan gegn Slóveníu var framar mínum björtustu vonum og við höfum séð liðið taka mörg jákvæð skref í Metz. Við höfum líka séð að það vantar ýmislegt upp á. Þetta mót er aftur á móti til þess að blóðga menn og láta aðra axla meiri ábyrgð. Ég er mjög hrifinn af því sem Geir er að gera. Leyfir ungu mönnunum að spila og gera sín mistök. Það er virðingarverð afstaða. Líkt og með Ómar Inga Magnússon í gær. Hann gerði nokkur skelfileg mistök en fékk traustið til að halda áfram. Hann skoraði líka góð mörk og sýndi hvað hann er sterkur karakter. Ef honum hefði verið kippt strax af velli fyrir sín mistök hefði hann ekki fengið mikilvæga og nauðsynlega reynslu. Hana verður að sækja á mót eins og þetta. Markvarslan og varnarleikurinn hefur verið vonum framar í fyrstu þremur leikjunum. Það er mjög ánægjulegt. Hvoru tveggja mætti þó vissulega vera stöðugra. Það koma enn of langir kaflar þar sem er engin markvarsla og vörnin hriplek.Stirð sókn Sóknarleikurinn hefur hikstað oft og var það viðbúið. Enginn Aron Pálmarsson og nýir menn að axla ábyrgð. Rúnar Kárason hefur gert það einkar vel. Óragur við að taka ábyrgðina og láta vaða er á þarf að halda. Hann hefur einnig verið að skila fínum varnarleik. Sérstaklega í leiknum gegn Túnis. Ólafur Guðmundsson hefur að sama skapi því miður ekki staðið undir væntingum. Hann er enn að gera allt of mörg mistök og frammistaða hans hingað til hefur valdið vonbrigðum. Hann var þó frábær í vörninni í gær og gefst ekki upp. Heldur áfram að djöflast og gefa allt sem hann á. Því miður hefur þetta flotta viðhorf ekki skilað nægu. Arnór Atlason hefur verið betri en ég átti von á og var frábær í leiknum gegn Slóveníu. Það er enn líf í gamla stríðshestinum sem hefur gengið í gegnum mikið. Ásgeir Örn Hallgrímsson virkar að sama skapi ekki heill heilsu og hefur ekki fært liðinu neitt í þessu móti. Spurning hvort það var góð ákvörðun að taka hann með ef hann er ekki í lagi?Framtíðarmenn Janus Daði Smárason hefur sýnt okkur að hann er framtíðarmaður. Með frábært sjálfstraust og óhræddur við að taka af skarið. Kveikti í íslenska liðinu í gær og hefur spilað eins og maður með meiri reynslu en hann hefur í raun og veru. Bjarki Már Elísson sýndi svo þjóðinni á laugardaginn að það þarf enginn að fara á taugum er Guðjón Valur hættir. Hvenær sem það svo verður en það er lítið fararsnið á honum. Arnar Freyr hefur sýnt fína tilburði á köflum og ég myndi hreinlega vilja sjá hann spila meira. Það er því margt jákvætt hingað til og ég trúi ekki öðru en að liðið haldi áfram að eflast og muni á endanum skila sér inn í sextán liða úrslitin.grafík/fréttablaðiðgrafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Þetta var alvöru helgi hjá strákunum okkar. Tveir háspennuleikir sem gætu hafa aukið sölu á sprengitöflum heima. Á laugardaginn spiluðu strákarnir við sterkt lið Slóvena og máttu sætta sig við eins marks tap, 26-25. Í gær spiluðu strákarnir svo við Túnis og gerðu jafntefli, 22-22, í háspennuleik. Það var leikur sem strákarnir áttu að vinna en það hefði svo sannarlega verið góður bónus að fá stig líka gegn Slóveníu. Helvítis herslumuninn, eins og strákarnir sögðu, vantaði aftur á móti. Uppskeran er bara eitt stig og strákarnir þurfa líklega að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að komast í sextán liða úrslit.Fá að gera sín mistök Það var í raun ómögulegt að vita hvað liðið myndi gera í þessum leikjum og á þessu móti. Frammistaðan gegn Slóveníu var framar mínum björtustu vonum og við höfum séð liðið taka mörg jákvæð skref í Metz. Við höfum líka séð að það vantar ýmislegt upp á. Þetta mót er aftur á móti til þess að blóðga menn og láta aðra axla meiri ábyrgð. Ég er mjög hrifinn af því sem Geir er að gera. Leyfir ungu mönnunum að spila og gera sín mistök. Það er virðingarverð afstaða. Líkt og með Ómar Inga Magnússon í gær. Hann gerði nokkur skelfileg mistök en fékk traustið til að halda áfram. Hann skoraði líka góð mörk og sýndi hvað hann er sterkur karakter. Ef honum hefði verið kippt strax af velli fyrir sín mistök hefði hann ekki fengið mikilvæga og nauðsynlega reynslu. Hana verður að sækja á mót eins og þetta. Markvarslan og varnarleikurinn hefur verið vonum framar í fyrstu þremur leikjunum. Það er mjög ánægjulegt. Hvoru tveggja mætti þó vissulega vera stöðugra. Það koma enn of langir kaflar þar sem er engin markvarsla og vörnin hriplek.Stirð sókn Sóknarleikurinn hefur hikstað oft og var það viðbúið. Enginn Aron Pálmarsson og nýir menn að axla ábyrgð. Rúnar Kárason hefur gert það einkar vel. Óragur við að taka ábyrgðina og láta vaða er á þarf að halda. Hann hefur einnig verið að skila fínum varnarleik. Sérstaklega í leiknum gegn Túnis. Ólafur Guðmundsson hefur að sama skapi því miður ekki staðið undir væntingum. Hann er enn að gera allt of mörg mistök og frammistaða hans hingað til hefur valdið vonbrigðum. Hann var þó frábær í vörninni í gær og gefst ekki upp. Heldur áfram að djöflast og gefa allt sem hann á. Því miður hefur þetta flotta viðhorf ekki skilað nægu. Arnór Atlason hefur verið betri en ég átti von á og var frábær í leiknum gegn Slóveníu. Það er enn líf í gamla stríðshestinum sem hefur gengið í gegnum mikið. Ásgeir Örn Hallgrímsson virkar að sama skapi ekki heill heilsu og hefur ekki fært liðinu neitt í þessu móti. Spurning hvort það var góð ákvörðun að taka hann með ef hann er ekki í lagi?Framtíðarmenn Janus Daði Smárason hefur sýnt okkur að hann er framtíðarmaður. Með frábært sjálfstraust og óhræddur við að taka af skarið. Kveikti í íslenska liðinu í gær og hefur spilað eins og maður með meiri reynslu en hann hefur í raun og veru. Bjarki Már Elísson sýndi svo þjóðinni á laugardaginn að það þarf enginn að fara á taugum er Guðjón Valur hættir. Hvenær sem það svo verður en það er lítið fararsnið á honum. Arnar Freyr hefur sýnt fína tilburði á köflum og ég myndi hreinlega vilja sjá hann spila meira. Það er því margt jákvætt hingað til og ég trúi ekki öðru en að liðið haldi áfram að eflast og muni á endanum skila sér inn í sextán liða úrslitin.grafík/fréttablaðiðgrafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira