Handbolti

Bjarki Már tekinn inn í hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Már í landsleik.
Bjarki Már í landsleik. vísir/ernir
Leikmannahópur Íslands á HM í Frakklandi er fullmannaður eftir að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ákvað að taka Bjarka Má Gunnarsson inn sem sextánda mann.

Geir hafði aðeins skráð fimmtán leikmenn til leiks en það má vera með sextán. Beðið var eftir því að Vignir Svavarsson yrði nógu hress til þess að vera með en þar sem Bjarki hefur verið tekinn inn virðist Vignir eiga eitthvað í land.

Bjarki Már hefur verið með íslenska liðinu í Metz og fylgdist með leiknum gegn Spánverjum úr stúkunni.

Hann fær að fara í búning í dag og spila gegn Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 13.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg

Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum.

Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum

"Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Ég er á góðum stað í lífinu

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×