Bandaríkjaþing tekur fyrstu skrefin í átt að afnámi Obamacare Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 23:34 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Paul Ryan, í þinghúsinu í dag. vísir/epa Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00
Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22