Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Eitt stig niðurstaðan. vísir/epa Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira