Fótbolti

Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í sumar.
Kolbeinn hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í sumar. vísir/getty
Framtíð Kolbeins Sigþórssonar hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes virðist í óvissu en forráðamenn félagsins hafa ekkert heyrt í honum að undanförnu.

Kolbeinn var í haust lánaður til Galatasaray í Tyrklandi en hann spilaði ekkert þar vegna erfiðra hnémeiðsla.

Í lok síðasta árs var samningi Kolbeins við félagið rift en samkvæmt frétt franska blaðsins L'Equipe hafa forráðamenn Nantes engar fregnir fengið frá Kolbeini eða stöðu hans.

Kemur fram í fréttinni að Kolbeinn hafi snúið aftur heim til Íslands þar sem ekki er hægt að ná í hann. Hvorki fréttamenn né umboðsmaður hans ná í hann.

Sjá einnig: Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona

Franck Kita, framkvæmdastjóri Nantes, átti þó í stuttum samskiptum við bróður Kolbeins, segir í fréttinni. Staðan sem upp er komin er erfið.

„Þessi drengur gerir það sem hann vill. En hann var beðinn um að koma til Nantes í læknisskoðun. En það er ekkert hægt að gera í þessu þar sem hann fer ekki einu sinni fram á að fá launin sín greidd.“

Kolbeinn spilaði síðast í 5-2 tapi Íslands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í sumar. Síðan þá hefur hann heldur ekkert spilað með íslenska landsliðinu.


Tengdar fréttir

Kolbeinn á förum frá Galatasary

Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×