Einar Andri gerir upp leik Íslands: Aginn hvarf í seinni hálfleik en Arnar er framtíðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2017 21:52 Arnar Freyr Arnarsson átti frábæra frumraun. vísir/getty „Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
„Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38
Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00