Handbolti

Guðjón Valur styður við réttindabaráttu hinsegin fólks á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn með skóna sem hann notar í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn með skóna sem hann notar í kvöld. mynd/instagramsíða Guðjóns
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson mun spila í sérframleiddum skóm í kvöld.

Á skónum eru stafirnir hans og númer, GVS9, og svo íslenski fáninn og regnbogafáninn.

Með þessu lýsir Guðjón Valur yfir stuðningi við réttindabaráttu hinsegin fólks og mismunum almennt.

Sjá einnig: Guðjóni Val var bannað að nota regnbogafyrirliðabandið í kvöld

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón leggur þessum málstað lið en á EM í fyrra ætluðu hann og Bjarte Myrhol, fyrirliði Noregs, að vera með regnbogafyrirliðabönd á EM en þeim var meinað að gera það.

Þeir stilltu sér þó upp í myndatöku með fyrirliðaböndin fyrir leikinn og settu hana á samfélagsmiðla.

Thanks @mizunoeurope for my shoes for the @francehandball2017 #handball #mizuno #rainbowflag #áframísland #strakarnirokkar

A photo posted by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×