Skúli Mogensen sér fyrir sér að ókeypis verði í flug í framtíðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 14:27 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43
Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15
Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30