Handbolti

HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz

Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson eru staddir í Metz ásamt Birni Sigurðssyni myndatökumanni og fylgjast grannt með strákunum okkar.

Okkar menn voru mættir á lestarstöðina í Metz til þess að taka upp þáttinn en ekki var búið mikið af honum er þeim var hent út.

Þá var bara að halda áfram fyrir utan lestarstöðina sem þeir og gerðu.

Sjá má þáttinn hér að ofan en HM í dag verður í loftinu alla leikdaga hjá íslenska liðinu.


Tengdar fréttir

HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja?

Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega.

HM-hópurinn klár | Bjarki dettur út

Geir Sveinsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu hefja leik á HM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á morgun gegn Spáni.

Gef ungu drengjunum tækifæri

Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands.

Ég gef frá mér orku á vellinum

Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×