Aukin einkavæðing stef nýrrar ríkisstjórnar Guðríður Arnardóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar