Handbolti

Aron verður ekki með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik með landsliðinu.
Aron í leik með landsliðinu. vísir/epa
Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi.

Aron kom út með liðinu og æfði í gærkvöldi. Eftir ítarlega skoðun í gærkvöldi ákvað þjálfarateymi íslenska liðsins, í samráði við lækna liðsins að senda Aron heim.

Aron er meiddur og verður þar af leiðandi ekkert með á mótinu.

Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið enda Aron algjör lykilmaður og auðvitað einn besti handboltamaður heims.

Hann hefur verið að glíma við þessi meiðsli síðan í byrjun nóvember og sér ekki fyrir endann á þeim.

Þeir sem eftir eru verða að þjappa sér saman og vera klárir í baráttuna sem hefst annað kvöld.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Tengdar fréttir

Þetta er ógeðslega leiðinlegt

Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.

Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum

"90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×