Handbolti

Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir Örn.
Ásgeir Örn. vísir/epa
Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana.

„Þetta er allt á réttri leið og ég er þokkalegur. Kom nokkuð heill út úr æfingamótinu í Danmörku. Ég er nánast verkjalaus þó svo ég sé svolítið stífur,“ sagði Ásgeir eftir æfingu liðsins í gær en það verður æft aftur í dag og þá í höllinni þar sem liðið keppir.

„Ég myndi segja að ég væri svona 80-90 prósent klár. Ég verð vonandi orðinn 100 prósent er fyrsti leikur hefst. Ég hefði gefið þetta mót frá mér ef ég væri ekki tilbúinn í að spila. Ég vildi endilega vera með og þetta ætlar að ganga upp.“

Ásgeir býr yfir mikill reynslu sem á örugglega eftir að nýtast liðinu vel. Hann er búinn að fara á fjölda stórmóta og segir að hótelin séu oftast eins.

„Ég gleymi alltaf einhverjum mótum er ég er beðinn um að telja þau upp. Ég man ekki hvað þau eru orðin mörg. Þetta hótel hér er klassískt. Það var flottast í Katar en þetta hótel er eins og hin. Það er reyndar ágætis tilbreyting að vera bara með einu liði á hóteli. Ég er ánægður með það.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Aron: Ég er í kappi við tímann

Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn.

Þetta er ógeðslega leiðinlegt

Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.

Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum

"90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×