Handbolti

Strákarnir okkar með tvo lífverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá annan af lífvörðum íslenska liðsins fylgjast með á fjölmiðlahittingi í kvöld.
Hér má sjá annan af lífvörðum íslenska liðsins fylgjast með á fjölmiðlahittingi í kvöld. vísir/hbg
Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir.

Alla jafna eru öll liðin í sama riðlinum að gista á sama hóteli. Það er ekki gert núna af öryggisástæðum. Ísland er aðeins með Túnis á hóteli en hin liðin í riðlinum eru á öðrum hótelum.

Til stóð að fjölmiðlar myndu fara á æfingu íslenska liðsins í kvöld en það var snarlega hætt við það af öryggisástæðum. Fjölmiðlamenn hittu því landsliðsstrákana er þeir komu aftur upp á hótel.

Í ljósi hryðjuverkanna í Frakklandi taka heimamenn engar áhættur og öryggið heldur betur sett á oddinn. Tveir lífverðir fylgja íslenska liðinu og sjá til þess að allt sé með felldu.

Strákarnir sögðust reyndar kunna því ágætlega að vera aðeins með einu liði á hóteli en voru lítið að kippa sér upp við lífverðina.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×