Sanders kallar Trump lygalaup Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 14:00 Donald Trump og Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00
Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51
Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02
Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47