Heldur upp á árið í heild Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:15 Hestamennskan hefur fylgt Kristbjörgu frá sjö ára aldri bæði í leik og starfi. Hér er hún að afmarka skeiðvöll. „Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017 Hestar Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017
Hestar Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira