Ferðaþjónustan: Betur má gera ef duga skal Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Framlag í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á fjárlögum 2017 verður of lágt. Auk þess hefur framlag frá 2016 ekki nýst af mörgum ástæðum. Þar hefur t.d. víða staðið á mótframlögum sveitarfélaga. Sum eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til þeirra og önnur verkefni gengið fyrir. Skipulagsmál hafa reynst flókin og viðbótarríkisframlag í sjóðinn kom seint fram. Hvað sem því líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóðgarða eru í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að framkvæma bráðaviðgerðir og tryggja snarbætt, stýrt aðgengi með t.d. stígum, útsýnisstöðum, og staðbundnum lokunum innan svæða, eða með ítölu. Til að koma fram brýnum úrbótum þarf að setja árlega a.m.k. 3 milljarða króna í sjóðinn, í þrjú til fjögur ár. Úrbætur á vegum og öðrum innviðum eru líka brýn verkefni.Þjóðgarðar, landvarsla og fararstjórnun Hvað sem gleðilegu og auknu fé til nýrra þjóðgarðsmiðstöðva líður bíður okkar stórátak í Vatnajökulsþjóðgarði. Þótt stór sé og ástand sums staðar gott eru önnur svæði hans komin að þolmörkum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum eru minni og orðnir mun skemmdari. Báðir þarfnast miklu meira fjármagns, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf aukið fé í landvörslu í þjóðgörðunum og á friðuðum svæðum. Í því sambandi er brýnt að endurskoða hlutverk og valdsvið landvarða, bæði ríkisráðinna og starfsmanna ferðafélaga. Nú hafa landverðir aðeins leyfi til þess að vara fólk við og beiðast einhvers af því en ekki valdsvið til að skipa fyrir líkt og lögregla, t.d. svipað og rangers í Vesturheimi. Á því þarf að gera bragarbót með umræðum, lögum og reglugerðum, auk þess að setja meira fé til landvörslu á mörgum stöðum og koma hluta björgunarsveita í föst störf. Samhliða verður að endurskoða hlutverk og menntun leiðsögumanna í ólíkum flokkum (alm. leiðsögn, svæða- og staðaleiðsögn og sérhæfð útivistarleiðsögn) og koma á reglum um starfsemina og löggildingu starfsheitisins þar sem við á.Sjálfbærni og þolmörk Menningar- og náttúrunytjar ganga ekki upp án verndunar minja og alls umhverfis. Til þess greina menn þolmörk, jafnt félagsleg sem náttúruleg, jafnt fyrir afmarkaða staði sem svæði, og loks fyrir landið í heild. Við viljum að atvinna sé fjölbreytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp langmest af henni, hvað þá ein atvinnugrein; ferðaþjónusta. Við viljum að sjálfbærni sé viðmið í henni og sú stefna hefur réttilega verið mörkuð. Sjálfbærnihugtakið nær yfir félagslega og hagræna sjálfbærni ekki síður en að náttúran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórnmálamenn eða framámenn í ferðaþjónustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönnum, vekur það spurningar. Eru þá engin þolmörk nytja til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipuleggja fiskveiðar með því að tala sífellt um „miklu fleiri fiska“. Landsáætlun um uppbyggingu innviða var samþykkt sem lög 2016. Hún er nú vanfjármögnuð og fyrir henni fer lítið. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk viðbótarfjármagns til þjóðgarða, Landsáætlunar og til Framkvæmdasjóðs verður til að efla ferðaþjónusturannsóknir, breyta skipulagi í greininni og stofnanaflórunni og endurskoða lög um ferðaþjónustu. Ég hef talað fyrir nýju ráðuneyti ferðamála og ákvörðun þolmarka. Það ætti að vera til umræðu á næstunni þegar fjöldi ferðamanna telst í milljónum og viðvarandi skortur á vinnuafli er í greininni. Ég tel ekki að nýtt ráðuneyti leysi fjölda verkefna eitt og sér en það auðveldar lausnir, miklu skilvirkar og hraðar en Stjórnstöð ferðamála getur – auk þess sem hún starfar tímabundið.Og beinu gjöldin … Varla er unnt að leggjast á móti beinni fjármögnun ferðamanna til úrbóta á öllu því í umhverfinu sem þeir notast við. Bílastæðagjöld gera gagn, t.d. í þjóðgörðum. Gegn komugjöldum hafa komið fram viðbárur um að þau séu ekki leyfileg skv. jafnræðisreglum. Hvort sem það stenst rýni eða ekki, má haga innheimtu þannig að þau gangi upp, enda fyrirmyndir um þau annars staðar í álfunni. Sumir telja að þau muni bremsa ferðamannafjöldann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en er ofmælt vegna þess að 1,5 milljarðar manna eru á faraldsfæti um jörðina og við tökum hingað ríflega 1 prómill, og þá mest úr samfélagshópum sem ráða munu við lágt gjald. Þótt vikukostnaður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 til 2 þúsund krónur er til nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við það. Við sjálf myndum flest líka þola þá upphæð. Hækkað gistináttagjald í 300 kr., sem ætti auðvitað að vera hlutfallstala af verði gistingar og ganga að hluta beint til sveitarfélaga, truflar heldur ekki flæði ferðamanna. Og eitt er víst: Hvorki sú upphæð né komugjald getur komið í staðinn fyrir þolmörk og aðrar stjórnunaraðgerðir sem er nauðsynlegt að við ákvörðum fyrr en síðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framlag í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á fjárlögum 2017 verður of lágt. Auk þess hefur framlag frá 2016 ekki nýst af mörgum ástæðum. Þar hefur t.d. víða staðið á mótframlögum sveitarfélaga. Sum eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til þeirra og önnur verkefni gengið fyrir. Skipulagsmál hafa reynst flókin og viðbótarríkisframlag í sjóðinn kom seint fram. Hvað sem því líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóðgarða eru í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að framkvæma bráðaviðgerðir og tryggja snarbætt, stýrt aðgengi með t.d. stígum, útsýnisstöðum, og staðbundnum lokunum innan svæða, eða með ítölu. Til að koma fram brýnum úrbótum þarf að setja árlega a.m.k. 3 milljarða króna í sjóðinn, í þrjú til fjögur ár. Úrbætur á vegum og öðrum innviðum eru líka brýn verkefni.Þjóðgarðar, landvarsla og fararstjórnun Hvað sem gleðilegu og auknu fé til nýrra þjóðgarðsmiðstöðva líður bíður okkar stórátak í Vatnajökulsþjóðgarði. Þótt stór sé og ástand sums staðar gott eru önnur svæði hans komin að þolmörkum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum eru minni og orðnir mun skemmdari. Báðir þarfnast miklu meira fjármagns, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf aukið fé í landvörslu í þjóðgörðunum og á friðuðum svæðum. Í því sambandi er brýnt að endurskoða hlutverk og valdsvið landvarða, bæði ríkisráðinna og starfsmanna ferðafélaga. Nú hafa landverðir aðeins leyfi til þess að vara fólk við og beiðast einhvers af því en ekki valdsvið til að skipa fyrir líkt og lögregla, t.d. svipað og rangers í Vesturheimi. Á því þarf að gera bragarbót með umræðum, lögum og reglugerðum, auk þess að setja meira fé til landvörslu á mörgum stöðum og koma hluta björgunarsveita í föst störf. Samhliða verður að endurskoða hlutverk og menntun leiðsögumanna í ólíkum flokkum (alm. leiðsögn, svæða- og staðaleiðsögn og sérhæfð útivistarleiðsögn) og koma á reglum um starfsemina og löggildingu starfsheitisins þar sem við á.Sjálfbærni og þolmörk Menningar- og náttúrunytjar ganga ekki upp án verndunar minja og alls umhverfis. Til þess greina menn þolmörk, jafnt félagsleg sem náttúruleg, jafnt fyrir afmarkaða staði sem svæði, og loks fyrir landið í heild. Við viljum að atvinna sé fjölbreytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp langmest af henni, hvað þá ein atvinnugrein; ferðaþjónusta. Við viljum að sjálfbærni sé viðmið í henni og sú stefna hefur réttilega verið mörkuð. Sjálfbærnihugtakið nær yfir félagslega og hagræna sjálfbærni ekki síður en að náttúran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórnmálamenn eða framámenn í ferðaþjónustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönnum, vekur það spurningar. Eru þá engin þolmörk nytja til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipuleggja fiskveiðar með því að tala sífellt um „miklu fleiri fiska“. Landsáætlun um uppbyggingu innviða var samþykkt sem lög 2016. Hún er nú vanfjármögnuð og fyrir henni fer lítið. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk viðbótarfjármagns til þjóðgarða, Landsáætlunar og til Framkvæmdasjóðs verður til að efla ferðaþjónusturannsóknir, breyta skipulagi í greininni og stofnanaflórunni og endurskoða lög um ferðaþjónustu. Ég hef talað fyrir nýju ráðuneyti ferðamála og ákvörðun þolmarka. Það ætti að vera til umræðu á næstunni þegar fjöldi ferðamanna telst í milljónum og viðvarandi skortur á vinnuafli er í greininni. Ég tel ekki að nýtt ráðuneyti leysi fjölda verkefna eitt og sér en það auðveldar lausnir, miklu skilvirkar og hraðar en Stjórnstöð ferðamála getur – auk þess sem hún starfar tímabundið.Og beinu gjöldin … Varla er unnt að leggjast á móti beinni fjármögnun ferðamanna til úrbóta á öllu því í umhverfinu sem þeir notast við. Bílastæðagjöld gera gagn, t.d. í þjóðgörðum. Gegn komugjöldum hafa komið fram viðbárur um að þau séu ekki leyfileg skv. jafnræðisreglum. Hvort sem það stenst rýni eða ekki, má haga innheimtu þannig að þau gangi upp, enda fyrirmyndir um þau annars staðar í álfunni. Sumir telja að þau muni bremsa ferðamannafjöldann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en er ofmælt vegna þess að 1,5 milljarðar manna eru á faraldsfæti um jörðina og við tökum hingað ríflega 1 prómill, og þá mest úr samfélagshópum sem ráða munu við lágt gjald. Þótt vikukostnaður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 til 2 þúsund krónur er til nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við það. Við sjálf myndum flest líka þola þá upphæð. Hækkað gistináttagjald í 300 kr., sem ætti auðvitað að vera hlutfallstala af verði gistingar og ganga að hluta beint til sveitarfélaga, truflar heldur ekki flæði ferðamanna. Og eitt er víst: Hvorki sú upphæð né komugjald getur komið í staðinn fyrir þolmörk og aðrar stjórnunaraðgerðir sem er nauðsynlegt að við ákvörðum fyrr en síðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun