Júdókeppni WOW Reykjavik International Games lauk nú undir kvöld í Laugardalshöllinni. Þátttakendur voru 72 talsins, þar af 34 erlendir frá sjö löndum.
Á meðal keppenda voru verðlaunahafar frá Evrópu- og Grand Slam mótum og því um að ræða júdóveislu í háum gæðaflokki.
Tveir Íslendingar unnu til gullverðlauna, Þormóður Jónsson í +100 kg flokki og Janusz Komendera í -66 kg flokki.
Einnig unnu tveir Íslendingar silfurverðlaun, Hjördís Ólafsdóttir í -70 kg flokki og Pétur Szarek í -100 kg flokki.
Sérstakur gestur mótsins var gullverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Ríó í sumar, Lukas Krpalek frá Tékklandi, og þjálfari hans, Petr Lacina.
Þormóður og Janusz unnu gull
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn







Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Íslenski boltinn