Íslandsmeistarinn í einliðaleik kvenna, Margrét Jóhannsdóttir, er komin í undanúrslit í badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games sem nú fer fram í TBR húsinu við Gnoðarvog.
Margrét sigraði í 8 liða úrslitum ensku stúlkuna Pamela Reyes 24-22 og 21-16. Margrét var að vonum ánægð með sigurinn og sagði að leikurinn hefði verið mjög erfiður því það voru mörg löng rallý.
Margrét átti einnig möguleika á að komast í undanúrslit í tvíliðaleik með Drífu Harðardóttur en þær féllu úr leik gegn pari frá Malasíu í dag.
Hægt er að fylgjast með gangi mála í Gnoðarvoginum hér.
Margrét í undanúrslit í einliðaleik
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn