Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 72-63 | Valur sýndi klærnar á móti Stjörnunni Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 29. janúar 2017 16:15 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira