Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 19:30 Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn