Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni Framhaldsskólanna var síðast haldin 9. apríl þar sem þrettán atriði stigu á stokk. Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr býtum með laginu Hyperballad með Björk. Samband íslenskra framhaldsskólanema Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira