HM gefur okkur von um bjartari tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:00 Ungstirnið Ludovic Fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. Hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. vísir/getty Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira