Terta Trumps var eftirlíking af tertu Obama nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:45 Donald Trump og Mike Pence fá sér sneið af forsetatertunni. Hún er þó að mestu óæt. vísir/getty Bakarinn Duff Goldman hefur bent á að tertan, sem Donald Trump og aðrir gestir gæddu sér á í kjölfar innsetningarathafnarinnar, leit nákvæmlega eins út og tertan sem Goldman bakaði sjálfur þegar Obama sór sinn embættiseið 2013. Goldman tísti myndum af tertunum tveimur en af þeim má sjá að líkindin eru sláandi. „Tertan til vinstri er sú sem ég gerði fyrir innsetningarathöfn Obama fyrir fjórum árum. Sú sem er á myndinni til hægri er Trumps. Ég gerði hana ekki,“ sagði Goldman í tístinu. Ekki er hefð fyrir að tertan, sem snædd er á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna, líti út samkvæmt einhverjum ákveðnum stöðlum. Terturnar hafa hingað til verið ólíkar að gerð og lögun og því ekki um hefð að ræða.Gerðist Melania Trump sek um ritstuld þegar hún flutti ræðu á landsþingi Repúblíkana?vísir/gettyTiffany MacIsaac, eigandi bakarísins sem var falið verkefnið, gaf fram í kjölfar tístsins. Hún sagði í samtali við The Washington Post að hún hefði ekki verið í bænum þegar pöntunin barst bakaríinu en fullyrti að bakararnir hefðu fengið þau fyrirmæli að búa til nákvæmlega eins köku og þá sem bökuð var fyrir innsetningarathöfn Obama 2013. Ljósmynd af þeirri köku fylgdi jafnframt pöntuninni. MacIsaac sagði að starfsmenn bakarísins hefðu reynt að hvetja viðskiptavininn til þess að nota ljósmyndina sem „innblástur“ í stað fyrirmyndar. Hann féllst ekki á það. „Nei, þessi kaka er fullkomin. Þeir vilja nákvæma eftirlíkingu af henni,“ átti hann að hafa sagt við bakarana. Þess má jafnframt geta að kakan var að mestu leyti óæt fyrir utan neðsta botn hennar. „Þessi kaka er úr frauðplasti, hún er ekki ætluð til neyslu,“ sagði MacIsaac. Tístarar hafa margir hverjir lýst yfir gremju sinni vegna málsins en sumir þeirra vilja meina að um skýlausan hugverkastuld sé að ræða. Melania Trump, forsetafrú, flutti sem kunnugt er ræðu á landsþingi Repúblíkana síðasta sumar sem þótti grunsamlega lík ræðu sem Michelle Obama flutti við svipað tilefni. The cake on the left is the one I made for President Obama's inauguration 4 years ago. The one on the right is Trumps. I didn't make it. pic.twitter.com/qJXpCfPhii— Duff Goldman (@Duff_Goldman) January 21, 2017 Excited to share the cake we got to make for one of last night's inaugural balls. While we most love creating original designs, when we are asked to replicate someone else's work we are thrilled when it is a masterpiece like this one. @duff_goldman originally created this for Obama's inauguration 4 years ago and this years committee commissioned us to re-create it. Best part is all the profits are being donated to @humanrightscampaign, one of our favorite charities who we have loved working with over the years. Because basic human rights are something every man, woman and child~ straight, gay or the rainbow in between~ deserve! A photo posted by Buttercream Bakeshop (@bttrcrmbakeshop) on Jan 21, 2017 at 7:35am PST Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. 21. janúar 2017 11:29 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Bakarinn Duff Goldman hefur bent á að tertan, sem Donald Trump og aðrir gestir gæddu sér á í kjölfar innsetningarathafnarinnar, leit nákvæmlega eins út og tertan sem Goldman bakaði sjálfur þegar Obama sór sinn embættiseið 2013. Goldman tísti myndum af tertunum tveimur en af þeim má sjá að líkindin eru sláandi. „Tertan til vinstri er sú sem ég gerði fyrir innsetningarathöfn Obama fyrir fjórum árum. Sú sem er á myndinni til hægri er Trumps. Ég gerði hana ekki,“ sagði Goldman í tístinu. Ekki er hefð fyrir að tertan, sem snædd er á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna, líti út samkvæmt einhverjum ákveðnum stöðlum. Terturnar hafa hingað til verið ólíkar að gerð og lögun og því ekki um hefð að ræða.Gerðist Melania Trump sek um ritstuld þegar hún flutti ræðu á landsþingi Repúblíkana?vísir/gettyTiffany MacIsaac, eigandi bakarísins sem var falið verkefnið, gaf fram í kjölfar tístsins. Hún sagði í samtali við The Washington Post að hún hefði ekki verið í bænum þegar pöntunin barst bakaríinu en fullyrti að bakararnir hefðu fengið þau fyrirmæli að búa til nákvæmlega eins köku og þá sem bökuð var fyrir innsetningarathöfn Obama 2013. Ljósmynd af þeirri köku fylgdi jafnframt pöntuninni. MacIsaac sagði að starfsmenn bakarísins hefðu reynt að hvetja viðskiptavininn til þess að nota ljósmyndina sem „innblástur“ í stað fyrirmyndar. Hann féllst ekki á það. „Nei, þessi kaka er fullkomin. Þeir vilja nákvæma eftirlíkingu af henni,“ átti hann að hafa sagt við bakarana. Þess má jafnframt geta að kakan var að mestu leyti óæt fyrir utan neðsta botn hennar. „Þessi kaka er úr frauðplasti, hún er ekki ætluð til neyslu,“ sagði MacIsaac. Tístarar hafa margir hverjir lýst yfir gremju sinni vegna málsins en sumir þeirra vilja meina að um skýlausan hugverkastuld sé að ræða. Melania Trump, forsetafrú, flutti sem kunnugt er ræðu á landsþingi Repúblíkana síðasta sumar sem þótti grunsamlega lík ræðu sem Michelle Obama flutti við svipað tilefni. The cake on the left is the one I made for President Obama's inauguration 4 years ago. The one on the right is Trumps. I didn't make it. pic.twitter.com/qJXpCfPhii— Duff Goldman (@Duff_Goldman) January 21, 2017 Excited to share the cake we got to make for one of last night's inaugural balls. While we most love creating original designs, when we are asked to replicate someone else's work we are thrilled when it is a masterpiece like this one. @duff_goldman originally created this for Obama's inauguration 4 years ago and this years committee commissioned us to re-create it. Best part is all the profits are being donated to @humanrightscampaign, one of our favorite charities who we have loved working with over the years. Because basic human rights are something every man, woman and child~ straight, gay or the rainbow in between~ deserve! A photo posted by Buttercream Bakeshop (@bttrcrmbakeshop) on Jan 21, 2017 at 7:35am PST
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. 21. janúar 2017 11:29 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. 21. janúar 2017 11:29
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00