Handbolti

Slóvenía og Spánn í 8 liða úrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Borut Mackovsek skoraði 4 mörk fyrir Slóveníu í kvöld.
Borut Mackovsek skoraði 4 mörk fyrir Slóveníu í kvöld. vísir/getty
Slóvenía vann öruggan sigur á Rússlandi 32-26 og Spánn marði sigur á Brasilíu 28-27 í æsispennandi leik í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í kvöld.

Rússland var sterkari aðilinn framan af leik liðsins gegn Slóveninu og var 15-13 yfir í hálfleik. Slóvenía tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og vann öruggan sigur.

Darko cingesar skoraði 6 mörk fyrir Slóveníu og Gapser Marguc fimm. Daniil Shishkarev og Aleksander Dereven skoruðu fimm mörk hvor fyrir Rússland.

Spánn var 12-8 yfir í hálfleik gegn Brasilíu en suður-ameríska liðið beit frá sér í seinni hálfleik og var inni í leiknum allt til loka og var yfir þegar skammt var eftir.

Of margir tapaðir boltar urðu Brasilíu að falli og anda Spánverjar léttar að hafa náð að innbyrða sigur gegn spræku liði.

Alex Dujshebaev og Joan Canellas skoruðu fimm mörk hvor fyrir Spán og Valero Rivera, Julen Aguinagalde og David Balaguer fjögur mörk hvor.

Joas Pedro Silva skoraði 7 mörk fyrir Brasilíu og þeir Fabio Chiuffa og Haniel viniciius Langaro fimm mörk hvor. Maður leiksins var þó Cesar Augusto Almeida markvörður Brasilíu sem varði 14 skot í leiknum.

Slóvenía og Spánn eru því komin í átta liða úrslit líkt og Noregur og Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×