Janus Daði: Fer heim, horfi á leikinn og nýti í eitthvað gott Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. janúar 2017 19:13 Janus Daði fékk dýrmæta reynslu í Frakklandi. vísir/getty Janus Daði Smárason var með blendnar tilfinningar eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. Það var frábært að spila fyrir met fjölda áhorfanda en leiðinlegt að vera úr leik. „Þetta var æðislegt og það er hundfúlt að vera dottnir út. Við hefðum viljað spila svona leiki áfram,“ sagði Janus Daði eftir tapið í Frakklandi í kvöld. „Við vorum flottir og klaufar að vera ekki yfir í hálfleik. Við töpum boltanum svolítið og þeir refsa. Þeir eru hörku góðir.“ Janus Daði var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og er ákveðinn í að læra af reynslunni. „Helmingurinn í liði okkar er að fá töluvert meiri ábyrgð en áður fyrr. Við þurfum að fá að spila okkur aðeins saman og verða þéttari. „Ég get tekið rosalega margt úr þessu. Eins og þessi fyrri hálfleikur í kvöld. Ég fékk að koma inn og fékk að djöflast aðeins og tapa boltanum. Ég fer heim og á eftir að horfa á þennan fyrri hálfleik nokkrum sinnum og nýta hann í eitthvað gott,“ sagði Janus sem lét met fjölda áhorfanda ekki slá sig út af laginu. „Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara sjö á móti sjö á 20 sinnum 40 velli. Þegar þú ert inni á vellinum þá skiptir ekki máli hversu margir eru uppi í stúku eða uppi í rjáfri. Það er ógeðslega svekkjandi að þetta ferðalag sé búið og æðislegt að fá að vera hluti af þessum hóp og spila fyrir landið,“ sagði Janus Daði. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Janus Daði Smárason var með blendnar tilfinningar eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. Það var frábært að spila fyrir met fjölda áhorfanda en leiðinlegt að vera úr leik. „Þetta var æðislegt og það er hundfúlt að vera dottnir út. Við hefðum viljað spila svona leiki áfram,“ sagði Janus Daði eftir tapið í Frakklandi í kvöld. „Við vorum flottir og klaufar að vera ekki yfir í hálfleik. Við töpum boltanum svolítið og þeir refsa. Þeir eru hörku góðir.“ Janus Daði var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og er ákveðinn í að læra af reynslunni. „Helmingurinn í liði okkar er að fá töluvert meiri ábyrgð en áður fyrr. Við þurfum að fá að spila okkur aðeins saman og verða þéttari. „Ég get tekið rosalega margt úr þessu. Eins og þessi fyrri hálfleikur í kvöld. Ég fékk að koma inn og fékk að djöflast aðeins og tapa boltanum. Ég fer heim og á eftir að horfa á þennan fyrri hálfleik nokkrum sinnum og nýta hann í eitthvað gott,“ sagði Janus sem lét met fjölda áhorfanda ekki slá sig út af laginu. „Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara sjö á móti sjö á 20 sinnum 40 velli. Þegar þú ert inni á vellinum þá skiptir ekki máli hversu margir eru uppi í stúku eða uppi í rjáfri. Það er ógeðslega svekkjandi að þetta ferðalag sé búið og æðislegt að fá að vera hluti af þessum hóp og spila fyrir landið,“ sagði Janus Daði.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira