Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur 21. janúar 2017 19:03 Bjarki Már Gunnarsson stöðvar för Daniels Narcisse. vísir/getty Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. Frakkar eru því komnir í 8-liða úrslit á HM en Íslendingar eru úr leik. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Átti mjög erfitt uppdráttar í þessum síðasta leik. En heilt yfir ágæt frammistaða á mótinu og var einn besti leikmaður íslenska liðsins í Frakklandi.Guðjón Valur Sigurðsson - 2 Guðjón Valur hvarf í leiknum. Þessi holdgervingur íslenska landsliðsins í 17 ár átti ekki sitt besta mót, hverju sem um er að kenna. En hann verður ekki sakaður um reyna ekki.Ólafur Guðmundsson - 3 Var frábær í fyrri hálfleik og sýndi þá loksins hvað hann virkilega getur. Var frábær í vörninni, spilaði mikið og það var mikið lagt á hans herðar. En sex tapaðir boltar er allt of mikið og missti allan móð í seinni hálfleik.Bjarki Már Gunnarsson - 5 Var langbesti leikmaður íslenska liðsins í dag. Var að spila gegn jafnokum sínum í líkamlegum styrk. Var settur út í kuldann í upphafi móts en svaraði því sem um munaði inni á vellinum. Vonandi skilar frammistaðan á HM honum tækifæri hjá betra liði.Janus Daði Smárason - 2 Skilaði þremur góðum mörkum. Kom inn af krafti en þegar upp var staðið skorti hann reynslu til að ráða við þetta risavaxna verkefni og á kannski lengra í land en menn vonuðumst eftir.Rúnar Kárason - 4 Átti mjög gott mót og án hans hefði íslenska liðið verið fátækt. Hann er afburðaskotmaður, sá besti sem við eigum í dag fyrir utan Aron Pálmarsson. Á það til að taka ótímabær skot og sér hornið illa.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Líður fyrir litla þjónustu, leik eftir leik. Skoraði tvö mörk úr jafnmörgum skotum. Er hins vegar maður sem verður að gera meiri kröfur til. Hefur styrk og hæfileika til að gera mun betur.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Eyjamaðurinn féll á prófinu í Frakklandi. Þessi mikli skrokkur virðist einfaldlega ekki í góðu standi og var oftar en ekki seinn að skila sér til baka. Og hreinlega týndist á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilaði sínu í vörninni en var gjörsamlega týndur á hinum helmingi vallarins. Synd, því Ásgeir er klókur og skynsamur leikmaður sem á að gera gert mikið meira fyrir íslenska landsliðið.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Eftir stórleik á móti Spáni var ljóst að viðmiðið yrði stórt það sem eftir lifði móts. Hann stóðst þær kröfur sem gerðar voru til hans í vörninni en vantaði meira framlag í sókninni.Arnór Atlason - 3 Arnór var í erfiðu hlutverki allt mótið en auðvitað ber miðjumaðurinn höfuðábyrgð á því hvernig sóknarleikurinn er. Og heilt yfir var hann slakur á mótinu þrátt fyrir að liðið hafi náð mörgum góðum köflum. Fær þó plús í kladdann fyrir að fórna sér í verkefnið.Guðmundur Hólmar Helgason - Spilaði ekkert.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Átti sjálfu sér ágæta innkomu í seinni hálfleik en spilaði ekki á sama styrk og hann gerði á EM 2014. Til að gera tilkall til landsliðssætis þarf hann einfaldlega að gera betur.Ómar Ingi Magnússon - 3 Litli töframaðurinn frá Selfossi skilaði sínu. Sýndi sterkan leik í stöðu leikstjórnanda og gaf þrjár stoðsendingar. Hefur ekki enn klikkað á víti í A-landsleik. Og gleymum ekki að hann getur leikið þrjár stöður sem er gulls ígildi. Framtíðarmaður.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Átti við veikindi að stríða í aðdraganda leiksins og fann sig ekki þegar á hólminn var komið. Hefur hins vegar leikið vel með sínu félagsliði í vetur og vonandi nær hann meiri stöðugleika í leik sinn með landsliðinu.Bjarki Már Elísson - 4 Hefði að ósekju mátt byrja leikinn. Ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessari stöðu í framtíðinni. Einfaldlega leikmaður í hæsta gæðaflokki.Geir Sveinsson - 4 Varnarleikur Íslands var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þarna hefur þjálfarinn unnið frábæra vinnu og er á réttri leið. Vopnabúrið í sókninni er hins vegar fátæklegt. Einn besti leikmaður heims, Aron Pálmarsson, datt út korteri fyrir mót og það var afar dýrt þegar upp var staðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Svona er stemningin í Lille Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu. 21. janúar 2017 16:19 Uppselt á leikinn í kvöld Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM. 21. janúar 2017 13:41 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. Frakkar eru því komnir í 8-liða úrslit á HM en Íslendingar eru úr leik. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Átti mjög erfitt uppdráttar í þessum síðasta leik. En heilt yfir ágæt frammistaða á mótinu og var einn besti leikmaður íslenska liðsins í Frakklandi.Guðjón Valur Sigurðsson - 2 Guðjón Valur hvarf í leiknum. Þessi holdgervingur íslenska landsliðsins í 17 ár átti ekki sitt besta mót, hverju sem um er að kenna. En hann verður ekki sakaður um reyna ekki.Ólafur Guðmundsson - 3 Var frábær í fyrri hálfleik og sýndi þá loksins hvað hann virkilega getur. Var frábær í vörninni, spilaði mikið og það var mikið lagt á hans herðar. En sex tapaðir boltar er allt of mikið og missti allan móð í seinni hálfleik.Bjarki Már Gunnarsson - 5 Var langbesti leikmaður íslenska liðsins í dag. Var að spila gegn jafnokum sínum í líkamlegum styrk. Var settur út í kuldann í upphafi móts en svaraði því sem um munaði inni á vellinum. Vonandi skilar frammistaðan á HM honum tækifæri hjá betra liði.Janus Daði Smárason - 2 Skilaði þremur góðum mörkum. Kom inn af krafti en þegar upp var staðið skorti hann reynslu til að ráða við þetta risavaxna verkefni og á kannski lengra í land en menn vonuðumst eftir.Rúnar Kárason - 4 Átti mjög gott mót og án hans hefði íslenska liðið verið fátækt. Hann er afburðaskotmaður, sá besti sem við eigum í dag fyrir utan Aron Pálmarsson. Á það til að taka ótímabær skot og sér hornið illa.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Líður fyrir litla þjónustu, leik eftir leik. Skoraði tvö mörk úr jafnmörgum skotum. Er hins vegar maður sem verður að gera meiri kröfur til. Hefur styrk og hæfileika til að gera mun betur.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Eyjamaðurinn féll á prófinu í Frakklandi. Þessi mikli skrokkur virðist einfaldlega ekki í góðu standi og var oftar en ekki seinn að skila sér til baka. Og hreinlega týndist á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilaði sínu í vörninni en var gjörsamlega týndur á hinum helmingi vallarins. Synd, því Ásgeir er klókur og skynsamur leikmaður sem á að gera gert mikið meira fyrir íslenska landsliðið.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Eftir stórleik á móti Spáni var ljóst að viðmiðið yrði stórt það sem eftir lifði móts. Hann stóðst þær kröfur sem gerðar voru til hans í vörninni en vantaði meira framlag í sókninni.Arnór Atlason - 3 Arnór var í erfiðu hlutverki allt mótið en auðvitað ber miðjumaðurinn höfuðábyrgð á því hvernig sóknarleikurinn er. Og heilt yfir var hann slakur á mótinu þrátt fyrir að liðið hafi náð mörgum góðum köflum. Fær þó plús í kladdann fyrir að fórna sér í verkefnið.Guðmundur Hólmar Helgason - Spilaði ekkert.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Átti sjálfu sér ágæta innkomu í seinni hálfleik en spilaði ekki á sama styrk og hann gerði á EM 2014. Til að gera tilkall til landsliðssætis þarf hann einfaldlega að gera betur.Ómar Ingi Magnússon - 3 Litli töframaðurinn frá Selfossi skilaði sínu. Sýndi sterkan leik í stöðu leikstjórnanda og gaf þrjár stoðsendingar. Hefur ekki enn klikkað á víti í A-landsleik. Og gleymum ekki að hann getur leikið þrjár stöður sem er gulls ígildi. Framtíðarmaður.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Átti við veikindi að stríða í aðdraganda leiksins og fann sig ekki þegar á hólminn var komið. Hefur hins vegar leikið vel með sínu félagsliði í vetur og vonandi nær hann meiri stöðugleika í leik sinn með landsliðinu.Bjarki Már Elísson - 4 Hefði að ósekju mátt byrja leikinn. Ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessari stöðu í framtíðinni. Einfaldlega leikmaður í hæsta gæðaflokki.Geir Sveinsson - 4 Varnarleikur Íslands var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þarna hefur þjálfarinn unnið frábæra vinnu og er á réttri leið. Vopnabúrið í sókninni er hins vegar fátæklegt. Einn besti leikmaður heims, Aron Pálmarsson, datt út korteri fyrir mót og það var afar dýrt þegar upp var staðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Svona er stemningin í Lille Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu. 21. janúar 2017 16:19 Uppselt á leikinn í kvöld Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM. 21. janúar 2017 13:41 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45
Svona er stemningin í Lille Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu. 21. janúar 2017 16:19
Uppselt á leikinn í kvöld Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM. 21. janúar 2017 13:41