Handbolti

Svona er stemningin í Lille

Arnar Björnsson skrifar
Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn.  Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu.

Öryggisgæslan er mikil og ljóst er að Frakkar taka þau mál föstum tökum. Uppselt var á leikinn í morgun og því ljóst að rúmlega 28 þúsund áhorfendur verða í Stade Pierre-Mauroy höllinni í Lille.

Frakkar státa af fimm heimsmeistaratitlum, sá fyrsti kom í Laugardalshöllinni í Reykjavík í maí 1995 og sá fimmti í Lusail í Katar fyrir tveimur árum. Þá vann Frakkland, Katar með þriggja marka mun í úrslitaleiknum.

Frakkar unnu alla 5 leikina í A-riðli, skoruðu 154 mörk eða 26 mörkum meira en Íslendingar. Munurinn á þeim mörkum sem liðin fengu á sig er aðeins 9 mörk. Frakkar fengu á sig 112 mörk en Íslendingar 121.


Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Ómar Ingi: Draumur allra að vera í þessari stöðu

"Það er bara fínt að vera yngsti maðurinn í landsliðshópnum. Ég finn ekki mikið fyrir því. Þetta er bara gaman,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem verður tvítugur í mars og er búinn að skora 11 mörk í 14 skotum.

Óli Guðmunds: Vonandi stöngin inn hjá mér í dag

"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.

Ásgeir: Frakkarnir bera mikla virðingu fyrir okkur

Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?

Uppselt á leikinn í kvöld

Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.

Björgvin Páll: Lofaði Gunnleifi að halda hreinu í dag

Markverðirnir verða sem fyrr í sviðsljósinu í dag og þeirra bíður ekki auðvelt verkefni frekar en annarra. Björgvin Páll Gústavsson var byrjaður að undirbúa sig í gær er hann kom til Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×