Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Sjá meira