Handbolti

Ásgeir: Frakkarnir bera mikla virðingu fyrir okkur

Arnar Björnsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?

„Hún er búin að vera mjög góð og hér er almennt mikil umfjöllun um handbolta. Sérstaklega á þessum stórmótum þegar landsliðið er að spila því þeir hafa verið að sanka að sér verðlaunum undanfarin ár. Leikmennirnir sem eru búnir að vera lengi í liðinu og eru risastjörnur hérna í Frakklandi. Þeir eru út um allt á auglýsingaskiltum og eru mjög vinsælir,“ segir Ásgeir Örn.

Hvað segja Frakkar um liðið sitt núna?

„Þeir voru frekar kokhraustir fyrir mótið og með alla sína menn heila og í góðu formi. Þeir voru mjög bjartsýnir fyrir mótið.“

Hvernig verður að spila í Stade Pierre Mauroy höllinni?

„Ég held að það verði geggjað. Það verður frábært að upplifa þetta. Hvað þá ef við vinnum leikinn. Þá verður þetta bara upplifun sem ég kem til með að muna alla ævi.“

Er einhver vafi í þínum huga um það hvort liðið vinnur?

„Það getur náttúrulega farið hvernig sem er. Nei, við stefnum náttúrulega á að vinna leikinn og það er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur“.

Hvernig líta Frakkarnir á Íslendinga?

„Þeir bera mikla virðingu fyrir okkur. Ég sá eitthvað í miðlunum í morgun að ef Dinart þjálfari hefði fengið að velja sér eitthvert þessara þriggja liða sem komu til greina að þá hefði hann valið okkur sem þriðja kost. Þeir eru ekkert að fara að vanmeta okkur eða að fara með einhverja værukærð í leikinn gegn okkur.“

Þið hafði hug á því að vera eitthvað aðeins lengur með í keppninni?

„Við ætlum okkur eins langt og mögulegt er og ætlum að byrja á því að vinna á morgun.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa

Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×