Handbolti

Vujovic: Gæti verið gott fyrir Ísland að fá sér erlendan þjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hið skemmtilega lið Slóvena hélt til Parísar í dag og Arnar Björnsson gómaði þjálfara liðsins, Veselin Vujovic, á lestarstöðinni í Metz og tók við hann áhugavert viðtal.

„Ég veit ekki hvað gerðist gegn Spáni,“ sagði Vujovic og hló dátt en hans menn steinlágu gegn Spánverjum í úrslitaleik riðilsins.

„Ég er með ungt lið og það er ómögulegt að spá í hvernig það spilar. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“

Vujovic er vanur því að tala fallega um íslenska liðið og hann kom með athyglisverðan vinkil á landsliðið í dag.

„Íslenska liðið er mjög áhugavert lið. Þeir þurfa samt að breyta einhverju í kerfinu hjá sér. Kannski ætti liðið að prófa að fá sér erlendan þjálfara sem gæti komið með nýtt hugarfar. Kannski yrði það gott fyrir Ísland. Ég hef samt mikla virðingu fyrir íslenskum handbolta og íslenskum þjálfurum. Í gamla daga barðist ég við Alfreð Gíslason og Kristján Arason. Stórir strákar og ég er mjög hrifinn af Íslandi,“ sagði Vujovic en er hann þá klár í að þjálfa íslenska liðið?

„Kannski. Af hverju ekki?“ sagði hinn skemmtilegi Vujovic og hló aftur áður en hann hélt af stað upp í lestina til Parísar.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára

Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa

Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×