Handbolti

HSÍ þurfti að berjast fyrir að fá æfingu í keppnishöllinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona leit keppnishöllin út í dag. Einhver lið voru að leika sér í handbolta á vellinum og var það líklega æfing fyrir sjónvarpið. Samt átti ekki að hleypa strákunum okkar inn.
Svona leit keppnishöllin út í dag. Einhver lið voru að leika sér í handbolta á vellinum og var það líklega æfing fyrir sjónvarpið. Samt átti ekki að hleypa strákunum okkar inn. vísir/hbg
Starfsmenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, eru allt annað en sáttir við yfirmenn á HM þar sem það átti að meina liðinu að taka æfingu á keppnisstað í Lille í dag.

Leikurinn við Frakka á morgun fer fram á hinum glæsilega knattspyrnuvelli Stade Pierre Mauroy og er stefnt að því að hátt í 28 þúsund manns mæti á leikinn. Það yrði met yfir flesta áhorfendur í sögu HM.

Þetta eru því ekki beint hefðbundnar aðstæður og því vildi Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að sjálfsögðu taka æfingu á keppnisstað í kvöld.

„Við erum búnir að berjast fyrir því í allan dag að fá æfingu í höllinni. Það er svolítið merkilegt að vera á þessu stóra sviði og það eigi að meina okkur um að æfa í keppnishöllinni. Að maður skuli vera að standa í svona barningi á heimsmeistaramóti er með ólíkindum,“ sagði Geir Sveinsson skömmu áður en hann fór með liðið sitt á æfingu á knattspyrnuvellinum sem er búið að breyta í handboltahöll.

„Það er einn leikur í húsinu á morgun en samt er ekki hægt að æfa í henni. Þeir eru búnir að tína til afsakanir í allan dag en við gáfum okkur aldrei. Það skilaði því að við fáum að fara inn og æfa þarna. Hluti af undirbúningnum er að fara inn í höllina. Upplifa og sjá höllina og gólfið.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára

Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×