HSÍ svarar Haukum: Ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 20:39 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Stefán Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32
Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24
Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni