"Stolt vesturlands er undir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 14:30 Gunnhildur og Guðrún mætast á vellinum í kvöld. Vísir/Eyþór Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira